Línudans ehf. er lítið rannsóknamiðað nýsköpunarfyrirtæki sem varði fyrstu tíu árunum í rannsóknir og þróun umhverfisvænna lausna í mannvirkjagerð. Fyrirtækið hefur hlotið fjölda styrkja til þess að framfylgja nýstárlegri hönnunarhugmyndafræði, á innlendum sem erlendum vettvangi. Nýsköpun, rannsóknir og þróun eru megindrifkraftur í okkar starfi ásamt ráðgjöf í nútímalegri umhverfis- og mannvirkjagerð. Með lausnum Línudans er mögulegt að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um tugi þúsunda tonna - á hverju ári.
Við veitum þjónustu meðal annars um: umhverfismál mannvirkja, mannvirkjahönnun, nýsköpun og tækniþróun, skrif styrkumsókna, hönnun burðarvirkja með háu flækjustigi, efnis- og eðlisfræði mannvirkja og almenna verkefnis- og hönnunarstýringu.
