Línudans ehf. var stofnað árið 2009 af Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskólanum í Reykjavík, Trefjum ehf. og nokkrum arkitekta- og verkfræðifyrirtækjum, ásamt Magnúsi Rannver Rafnssyni.  
Línudans ehf. er rannsóknamiðað nýsköpunarfyrirtæki þar sem fókus er á vöruhönnun og þróun umhverfisvænna lausna. Við byggjum bæði á þekktum sem og nýstárlegum aðferðum. Fyrirtækið hefur hlotið fjölda styrkja til þess að framfylgja nýstárlegri hönnunarhugmyndafræði, bæði hérlendis sem erlendis. Fjöldi verkefna sem fyrirtækið hefur komið að skiptir tugum, þar á meðal er fjöldi lokaverkefna nemenda við norska, íslenska og þýska háskóla. Fyrirtækið starfar enn að rannsóknum og þróun í samstarfi við fleiri aðila og veitir nú í auknum mæli ráðgjöf á mannvirkjasviði.
Yfir 40% hnattrænnar hlýnunnar er rakin til mannvirkjagerðar; steypa, stál og grjót. Í mörg ár hafa sérfræðingar í íslenskri mannvirkjagerð barist gegn breytingum og innleiðingu umhverfisvænna lausna, í krafti stöðu og stærðar. Myglandi stórhýsi, ónýtar verksmiðjur og hættuleg umferðarmannvirki eru einkenni grafalvarlegrar stöðu á íslensku umhverfis- og mannvirkjasviði. Skortur á virkum samkeppnisreglum, s.s útboðum, hönnunarsamkeppnum og virku nýsköpunar- og þróunarstarfi á opinberum vettvangi, sem byggir á hæfni, þekkingu og reynslu, er á meðal þess sem skapað hefur óviðunandi aðstæður sem ekki hefur verið unnið úr hérlendis.
Saga Línudans ehf. endurspeglar átök við ríkjandi hagsmuni og er ekki óþekkt í nýsköpunarfræðunum. Fyrirtækið er lítið en stefnir engu að síður enn að því að hafa jákvæð áhrif í íslenskri umhverfis- og mannvirkjagerð.
Image
Magnús Rannver Rafnsson
Magnús Rannver RafnssonFramkvæmdastjórimagnus.r.rafnsson@linudans.org

Framkvæmdastjóri Línudans er Dipl.-Ing. Magnús Rannver Rafnsson, þýsk menntaður verkfræðingur í umhverfis- og mannvirkjagerð með áherslu á hönnun burðarvirkja, verkefnis- og hönnunarstjórnun og efnis- og eðlisfræði bygginga. Magnús nam við Unisversität Stuttgart árin 1993 til 1999, en háskólinn hefur um árabil verið á toppi þeirra allra bestu í umhverfis- og mannvirkjagerð í þessu heimalandi verkfræðinnar. Húsasmíðanámi, stúdentsprófi af eðlisfræðibraut og sveinsprófi lauk Magnús ennfremur við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.  

Viðtæk reynsla af mannvirkjahönnun, mannvirkjaframleiðslu og almennri hönnunar- og verkefnisstýringu bæði innan arkitekta- og verkfræðistofa er grunnur sem starfsemi Línudans byggir á. Þá starfaði Magnús Rannver um tólf ára skeið við kennslu, nýsköpun og rannsóknir við NTNU í Þrándheimi, hvar hann gegndi stöðu lektors (associate professor), samhliða ráðgjafarstörfum. 

Viðskiptavinir og samstarfsaðilar

Client 1
Client 2
Client 3
Client 4
Client 5
Client 6
Client 6
Client 4
Client 6