Línudans ehf. var stofnað árið 2009 af Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskólanum í Reykjavík, Trefjum ehf. og nokkrum arkitekta- og verkfræðifyrirtækjum, ásamt Magnúsi Rannver Rafnssyni.
Línudans ehf. er rannsóknamiðað nýsköpunarfyrirtæki þar sem fókus er á vöruhönnun og þróun umhverfisvænna lausna. Við byggjum bæði á þekktum sem og nýstárlegum aðferðum. Fyrirtækið hefur hlotið fjölda styrkja til þess að framfylgja nýstárlegri hönnunarhugmyndafræði, bæði hérlendis sem erlendis. Fjöldi verkefna sem fyrirtækið hefur komið að skiptir tugum, þar á meðal er fjöldi lokaverkefna nemenda við norska, íslenska og þýska háskóla. Fyrirtækið starfar enn að rannsóknum og þróun í samstarfi við fleiri aðila og veitir nú í auknum mæli ráðgjöf á mannvirkjasviði.
Yfir 40% hnattrænnar hlýnunnar er rakin til mannvirkjagerðar. Með því að velja umhverfisvænar lausnir getur fólk og fyrirtæki í byggingarhugleiðingum haft mikil áhrif á þróun loftslagsmála og hnattræna hlýnun. Umhverfisvæn mannvirkjagerð felur í sér bæði breyttar útfærslur á hefðbundnum lausnum sem og róttækari nýjar lausnir sem byggja á breyttri hönnunarhugmyndafræði. Línudans ehf. vinnur með alla þætti umhverfisvænnar mannvirkjagerðar.
Saga Línudans ehf. endurspeglar að vissu leiti átök við ríkjandi hagsmuni sem beita sér gegn breytingum. Fyrirtækið er lítið og stefnir engu að síður að því að hafa mikil og jákvæð áhrif í íslenskri umhverfis- og mannvirkjagerð.
Viðtæk reynsla af mannvirkjahönnun, mannvirkjaframleiðslu og almennri hönnunar- og verkefnisstýringu bæði innan arkitekta- og verkfræðistofa er grunnur sem starfsemi Línudans byggir á. Þá starfaði Magnús Rannver um tólf ára skeið við kennslu, nýsköpun og rannsóknir við NTNU í Þrándheimi og gegndi þar stöðu lektors (associate professor), samhliða verkefnarekstri og ráðgjafarstörfum.