Starfsemi Línudans hverfist um arkitektúr, hönnun og verkfræði í mannvirkjagerð með áherslu á umhverfismál og verkfræðilegan arkitektúr, þar sem arkitektúr og verkfræði njóta sín til fulls án þess að annað skyggi á hitt. Veitt er þjónusta á breiðu sviði rannsókna, nýsköpunar, hönnunar og þróunar í mannvirkjagerð. Markmiðið er ávalt það sama; að skapa góðar lausnir. Reynslan í starfsemi Línudans ehf. er um margt óvenjuleg á íslenskum markaði, sterk tenging við þýska verkfræði og mannvirkjagerð, mikil reynsla í nýsköpun og tækniþróun og þekking á húsasmíði eru fyrirferðarmiklir þættir. Mikil reynsla í stáli, steypu, timbri og trefjaefnum (composites) skapar þverfaglegan og óvenjulegan þekkingargrunn í litlu fyrirtæki og verður að skoðast sem nokkur sérstaða í íslensku samhengi.
Línudans vinnur út frá nútímalegri skapandi hönnunarhugmyndafræði sem víkur talsvert frá ríkjandi hefðum. Þetta endurspeglast í umhverfisvænum, hagkvæmum og hraðvirkum lausnum og framúrskarandi gæðum. Þverfagleg og krefjandi verkefni með háu flækjustigi eru sérgrein okkar og byggir á mikilli reynslu af stýringu flókinna hönnunarverkefna. Það liggur ennfremur inni mikil sérþekking um myglufríar lausnir hjá fyrirtækinu - það hefur ekkert breyst í eðlisfræði raka og loftunar.
Það eru alltaf til góðar lausnir í öllum stöðum sem upp geta komið á umhverfis- og mannvirkjasviði.