Starfsemi Línudans hverfist um arkitektúr, hönnun og verkfræði í mannvirkjagerð með áherslu á umhverfismál og verkfræðilegan arkitektúr, þar sem arkitektúr og verkfræði njóta sín til fulls án þess að annað skyggi á hitt. Veitt er þjónusta á breiðu sviði rannsókna, nýsköpunar, hönnunar og þróunar í mannvirkjagerð. Markmiðið er ávalt það sama; að skapa góðar lausnir. Reynslan  í starfsemi Línudans ehf. er um margt óvenjuleg á íslenskum markaði, sterk tenging við þýska verkfræði og mannvirkjagerð, mikil reynsla í nýsköpun og tækniþróun og þekking á húsasmíði eru fyrirferðarmiklir þættir. Mikil reynsla í stáli, steypu, timbri og trefjaefnum (composites) skapar þverfaglegan og óvenjulegan þekkingargrunn í litlu fyrirtæki og verður að skoðast sem nokkur sérstaða í íslensku samhengi. 

Línudans vinnur út frá nútímalegri skapandi hönnunarhugmyndafræði sem víkur talsvert frá ríkjandi hefðum. Þetta endurspeglast í umhverfisvænum, hagkvæmum og hraðvirkum lausnum og framúrskarandi gæðum. Þverfagleg og krefjandi verkefni með háu flækjustigi eru sérgrein okkar og byggir á mikilli reynslu af stýringu flókinna hönnunarverkefna. Það liggur ennfremur inni mikil sérþekking um myglufríar lausnir hjá fyrirtækinu - það hefur ekkert breyst í eðlisfræði raka og loftunar.

Það eru alltaf til góðar lausnir í öllum stöðum sem upp geta komið á umhverfis- og mannvirkjasviði. 

Image

Þjónustuflokkar

  • Ástandsskoðun brúa
  • Brúahönnun
  • Burðarvirki og burðarþolshönnun
  • Byggingareðlisfræði
  • Byggingarstjórnun
  • Efnisfræði
  • Einingamannvirki
  • Fiskeldisker 
  • Forsteyptar einingar
  • Framkvæmdaáætlanir 
  • Forframleidd mannvirki
  • Göngu- og hjólabrýr
  • Göngu- og hjólastígar
  • Háspennumöstur
  • Ástandsskoðun vegna rakaskemmda og myglu
  • Húsasmíði 
  • Hjólreiðar
  • Hönnun brúa og samgöngumannvirkja
  • Hönnunarstjórnun
  • Innviðakerfi (infrastructure)
  • Innréttingar og umsjón með innréttingasmíði
  • Jarðskjálftahönnun
  • Kolefnisspor
  • Kostnaðar- og tímaáætlanir
  • Mannvirkjahönnun
  • Mat á umhverfisáhrifum 
  • Myglufrí húsahönnun
  • Nýsköpun og tækniþróun
  • Raforkuflutningskerfi
  • Rakaskemmdir og mygla 
  • Rakavarnir
  • Rannsóknir og þróun
  • Sótspor mannvirkja
  • Stjórnun nýsköpunarverkefna og -fyrirtækja
  • Suðueftirlit og suðuskoðanir
  • Sundlaugar
  • Timburhús
  • Trefjastyrkt efni
  • Tækniteiknun
  • Tækniþróun á mannvirkjasviði
  • Umhverfisvæn mannvirkjahönnun 
  • Útboðsgögn og samningar
  • Verkefnisstjórnun
  • Verkefnaþróun
  • Verkfræðilegur arkitektúr
  • Viðarfræði og viðarvinnsla
  • Viðskiptaþróun 
  • Viðskiptaáætlanir
  • Vöruþróun og vöruhönnun
  • Þróun nýsköpunarverkefna