Alt Full Image

Dansinn dunar

Gaman er að segja frá því að nafn fyrirtækisins er dregið af „dansinum“ um náttúru Íslands, þar sem háspennulínur og umhverfisvernd togast enn í dag kröftuglega á í línulegum átökum. Línudans ehf. varð til í tækniþróunarverkefni um raforkuflutningskerfi þar sem umhverfismálin voru sett í forgrunn. Línudans hefur þróað lausnir með stuðningi Rannís og fleirri aðila, sem gerir okkur kleyft að minnka árlega losun gróðurhúsalofttegunda um 100 þúsund tonn.  

Dansinn um náttúru Íslands dunar enn og Línudans mun áfram taka þátt í honum.