Alt Full Image

Brot af hönnunarhugmyndafræði um raforkuflutningskerfi

Á byrjunarstigum Línudans fóru í loftið nokkrar greinar um hönnunarhugmyndafræði Línudans um raforkuflutningskerfi.

Eina slíka frá árinu 2010 má finna hér, sem rammar ágætlega inn ýmis álitamál sem hafa lítið breyst tíu árum seinna. Það má heita tilviljun að greinin hafi verið birt í þessu fagtímariti, en upphaflega þótti rétt að skoða bæði ál og stál sem valkost. Rannsóknar og þróunarverkefni sýndu snemma yfirburði trefjastyrktra efna í samanburði við önnur byggingarefni.