Línudans hefur lengi unnið með hugmyndafræði um framleiðslu mannvirkja sem má að mörgu leyti líkja við bílaframleiðslu. Hægt er að vinna með slíka hugmyndafræði í hönnun og framleiðslu bæði á einföldu formi sem og með háu flækjustigi. Hefðbundnar byggingaeiningar eru einföld útgáfa af þessari hugmyndafræði. Á Íslandi er hlutur byggingaeininga mjög lítill í samanburði við hin Norðurlöndin. Það á við allt í senn: steypu, stál og timbur.
Ekki má gleyma því að byggingaeiningar eru bæði umhverfisvænni og hraðvirkari byggingarmáti, auk þess að valda mun minni hávaða-, loft- og efnismengun á byggingarstað, heldur en hefðbundnari ríkjandi aðferðir. Vandinn hefur að miklu leyti legið í takmarkaðri þekkingu á hönnun byggingaeininga.
Sem betur fer hefur Línudans innanhúss fremsta sérfræðing landsins í hönnun og framleiðslu byggingaeininga - við reddum þessu með laufléttum hætti - ef vilji er til. Línudans hefur einnig sérstöðu og fágæta þekkingu á staðsteyptum mannvirkjum, en ætlast þó ekki til að öll mannvirki séu staðsteypt af þeim sökum.
Veljum umhverfisvænt, þá verða allir glaðir. Líka sá er byggir.