Árið 2017 náði Línudans þeim fágæta árangri að vera á meðal tíu efstu liða í nýsköpunarkeppni á sviði trefjastyrktra efna. Útvöldum nýsköpunarfyrirtækjum var boðið til þátttöku á stærstu sýningu heims á sviði trefjaefna (JEC World, haldin árlega í París), en þar má jafnframt finna stærstu fyrirtæki heims sem byggja framleiðslu sýna á trefjaefnum. Á meðal þeirra eru Airbus, Renault, Daimler AG, Siemens og önnur álíka stór fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á nýsköpun, tækniþróun og vöruhönnun. Línudans vann til þessa heiðurs í nánu samstarfi við Tækniháskólann í Þrándheimi (NTNU).
Þjónusta
Umhverfisvænar lausnir í
mannvirkjagerð. Þjónusta á sviði
rannsókna, nýsköpunar, hönnunar
og þróunar í mannvirkjagerð.
Hafa samband
(+354) 860-1404
linudans@linudans.org
Opið 9:00 til 16:00
Sogavegur 88, 108 Reykjavík