Alt Full Image

Svansvottunin í mannvirkjagerð árið 2012

Línudans er frumkvöðull á mörgum sviðum. Árið 2012 var gerð tilraun til þess að sækja um Svansvottunina hjá Umhverfisstofnun, en þá var orðið ljóst Línudans var með framúrskarandi umhverfisvæna vöru í höndunum. Við urðum hinsvegar frá að hverfa við illan leik og töluverða áverka, þar sem okkur var tjáð (eftir nokkurn ágreining) að Svansvottunin væri hvorki fyrir byggingaeiningar né heldur fyrirtæki sem störfuðu með raforkuflutningskerfi. 

Örlítið meiri stuðningur hefði hjálpað mikið í erfiðu uppvaxtarumhverfi frumkvöðlafyrirtækis. Notum tækifærið og hvetjum allar opinberar stofnanir til þess að hlúa að ungum sprotum sem kunna að koma með skrýngilegar hugmyndir. Það þarf að vökva sprotana, hlúa að þeim og passa - ekki stíga á þá - þeir eru svo viðkvæmir. 

Margt hefur breyst frá árinu 2012 og fá nú heilu húsin Svansvottunina á færibandi. Í dag starfa fleiri sérfræðingar hjá Umhverfisstofnun, bara við vottun mannvirkja. 

Áfram Ísland.